top of page

Vikubók sviðsstjórans 6. - 12. okt.

  • Writer: Bjarkey O Gunnarsdóttir
    Bjarkey O Gunnarsdóttir
  • Oct 11
  • 2 min read

ree

Hressandi vinnuvika að baki.

ree

Veðurfar allskonar eins og gengur og gerist.


Á mánudaginn skrapp ég í grunnskólann og fundaði með nemendaráði skólans ásamt Karen, umsjónamanni Neon. Fróðlegur og fínn fundur með unga fólkinu. Kláraði svo daginn á skrifstofunni í Ólafsfirði.


Á þriðjudaginn sat ég kynningu hjá félags- og húsnæðismálaráðuneytinu á frumvarpi um öryggisráðstafanir sem nú er í samráðsgátt. Margt gott í því en eins og alltaf eitthvað sem þarf að skoða betur.

Ég fundaði svo með Ásu skólastýru og Hildi hjá Höllinni sem við gerum mánaðarlega.


ree
ree

Spreytti mig á súrdeigsbakstri þegar heim var komið - segjum bara verkefni í vinnslu.

Nú eru launaáætlanir í fullum gangi og við Kristín leikskólastýra kláruðum að fara í gegnum leikskólaáætlunina. Þar á eftir funduðum við þríeykið í félagsmálateyminu.


Á fimmtudaginn skaust ég suður og tók á móti viðurkenningu fyrir hönd Fjallabyggðar frá FKA vegna jafnvægisvogarinnar. Áhugaverð erindi flutt í tilefni þessa. Svo hitti ég Obbu dómsmálaráðherra og fleira fólk sem ég hef kynnst úr mínu fyrra starfi. Alltaf skemmtilegt. Allskonar verkefni leyst þennan daginn og seinkun á flugi sem er nú ekki nýlunda. Náði samt að kíkja í kaffibolla með mínum allra besta Orra Páli.

ree

ree

Á heimleiðinni kom ég við hjá Mynthringar og allskonar (finnið á fésbók) og keypti mér slaufu til styrktar krabbameinsfélaginu sem gerð er úr krónupening. Skora á ykkur að kíkja á síðuna.


Í dag fundaði ég vegna tæknilausna sem í boði eru og snúa að félagsþjónustunni. Þá var komið að launaáætlun fyrir Sambýlið sem ég vann ásamt Ólöfu forstöðukonu og sama með Hrönn forstöðukonu bókasafnsins.


Allskonar verkefni stór og smá voru svo innt af hendi þess á milli og önnur sem bíða næstu viku.

ree

Klara mín á afmæli á morgun og því er marengs kominn í ofninn enda svo vikuna á að fundi með eldri borgurum á Siglufirði á sunnudaginn sem ég hlakka til.


Góða helgi öll og farið vel með ykkur

 
 
 

Comments


  • facebook
  • twitter
  • linkedin

©2023 BY BJARKEY OLSEN

bottom of page