top of page

Vikubók sviðsstjórans 30. sept. - 5. okt.

  • Writer: Bjarkey O Gunnarsdóttir
    Bjarkey O Gunnarsdóttir
  • Oct 11
  • 2 min read

ree

Liðin vika viðburðarrík að vanda. Verkefnin ærin en skemmtileg.


Vikan samanstóð af allskonar skrifstofu verkefnum eins og gefur að skilja.


En á mánudaginn kynntu landlæknir og starfsfólk embættis landlæknis lýðheilsuvísa á Ísafirði og ég fylgdist með öðru auganu í gegnum fjarfund. Margar áhugaverðar upplýsingar sem þar komu fram. Áherslan er á að fólk á vettvangi noti þessa vísa til að bregðast við þar sem þörf er á en líka kom fram hvar staðan er góð. Mér fannst áhugavert það sem fram kom um nýjar lýðheilsuáskoranir ungmenna og að það sem kannað hefði verið í ár hefði tekið mið af þeim áskorunum sem ungt fólk glímir við. Hvet ykkur til að kíkja á þessa örsamantekt. https://island.is/.../lydheilsuvisar-2025-kynntir-a-isafirdi


Á þriðjudaginn hitti ég unga konu sem er að vinna að útgáfu barnabóka sem fjalla um fötlunarfjölbreytileika og er ætlunin að sýna líf fatlaðra barna í jákvæðu ljósi, styrkleika og hæfni en einnig áskoranir. Við ræddum um leiðir sem færar eru til að styðja við verkefni af þessum toga. Afar áhugavert verkefni.


Við þríeikið á félagsmálasviðinu funduðum svo um ýmis mál sem taka þurfti afstöðu til.


Á miðvikudaginn fundaði ég í Ólafsfirði með nemendaráði grunnskólans ásamt Karen sem er umsjónarmaður félagsmiðstöðvarinnar Neon. Seinna um daginn fundaði ég svo með öldungaráði sveitarfélagsins og þar á eftir með velferðarnefnd.


Fimmtudagurinn fór í margskonar verkefni m.a. fylgdist ég með fjármálaráðstefnu sveitarfélaga á netinu. Seinnipartur dagsins fór svo í fundi í Ólafsfirði m.a. var ég með kynningu fyrir félag eldri borgara bæði um mitt starfssvið og svo hvaða þjónusta er í boði fyrir eldra fólk í Fjallabyggð. Ljómandi fínn fundur sem endaði með vöfflum og rjóma en ekki hvað.


Á föstudaginn átti ég fjarfund um lausnir er varða skólaþjónustu en ég ætla að fara vel yfir það í vetur hvað hefur verið til boða og hvort ástæða sé til að breyta eitthvað til.


Nýtti helgina svo til þess að þrífa aðeins í garðinum, baka svolítið og svo var það göngutúr í Múlann eldsnemma í morgun.


Hlakka til komandi vinnuviku.

 
 
 

Comments


  • facebook
  • twitter
  • linkedin

©2023 BY BJARKEY OLSEN

bottom of page