top of page

Vikubók sviðsstjórans 3. - 9. nóvember

  • Writer: Bjarkey O Gunnarsdóttir
    Bjarkey O Gunnarsdóttir
  • Nov 9
  • 2 min read

Vikan hófst á verkefnum tengdum skólaþjónustunni og þar næst var námskeið í ábyrgri notkun gervigreindar hjá Starfsmennt.


Margt gott og gagnlegt sem þar var sett fram og nýtist í vinnunni framundan.



Kynning hjá Soroptomistum á Hátindi 60+
Kynning hjá Soroptomistum á Hátindi 60+

Fór svo á fund Soroptimista um kvöldið og kynnti Hátind 60+


Þriðjudagurinn byrjaði á tölvuvandræðum en þegar þau mál voru leyst fór ég í fjárhagsáætlunarvinnu. Finnst það reyndar mjög gaman að sökkva mér niður í þessar tölur og spá og spekúlera.


Fundaði svo með fyrrum formanni Grunns og fékk hjá honum gagnlegar upplýsingar fyrir starfið framundan hjá félaginu.


Á miðvikudaginn byrjaði ég á að funda með Ásu skólastýru. Að því loknu var áframahald á fjárhagsáætlunarvinnu að þessu sinni með bæjarstjóra og félagsmálastjóra. Við Hjörtur sátum svo eftir og fórum yfir ýmis mál.


Hitti svo Ásu og Hildi í hádeginu og við fórum yfir mötuneytismál.  Að því búnu hitti ég Karen vegna félagsmiðstöðvarinnar og beint á eftir funduðum við þríeykið svo um allskonar mál og með því lauk deginum eða svona næstum því. Símtal á leiðinni í ræktina og annað í miðjum ræktartíma. Svona er þetta nú frjálslegt allt saman.


Skrifaði svo undir styrktarsamning við Mennta- og barnamálaráðuneytið um verkefnið Heillaspor þar sem við erum í samstarfi við Þingeyjarsveit.


Fimmtudagurinn hófst á fjárhagsáætlunarvinnu og yfirferð með Skarphéðni og Ásu. Beint á fund með tengiliðum Sambandsins við stjórn félagsins Grunns.


Fékk svo aðstoð frá tæknitrölli okkar henni Dóru til að losna við hann OtterIA sem hefur verið boðflenna á teams fundum undanfarið.


Svo var Miðstöð menntunar og þjónustu (MMS) að virkja nemendagrunninn sem er afskaplega ánægjulegt en hann á að halda utan um upplýsingar um alla nemendur á grunnskólaaldri og fylgja þeim alla grunnskólagönguna. Að mínu mati gott og löngu tímabært.


Gjöf frá leikskólabörnum
Gjöf frá leikskólabörnum

Við fengum svo frábæra heimsókn frá börnum af Leikskálum sem eru á Núpaskál. Þau komu færandi hendi með fallegar teikningar þar sem hjá þeim er vinavika og þau langaði að gera daginn okkar ánægjulegri. Alveg yndislegt.


Restin af deginum fór svo í margskonar úrvinnslu.


Föstudagurinn var svo á starfsstöðinni í Bylgjubyggðinni í Ólafsfirði. Undirbúningur fyrir fræðslu- og frístundanefnd sem verður á mánudaginn þar sem aðalmálið verður fjárhagsáætlun næsta árs.


Skellti mér á Kaffi Klöru í hádeginu með Helga mínum í súpu og brauð sem var mjög fínt.

Ef glöggt er skoðað má sjá Óðinn undir borði.
Ef glöggt er skoðað má sjá Óðinn undir borði.

Þeir félagar á þjónustumiðstöðinni komu svo og settu upp nýtt skrifborð fyrir mig sem er nú aldeilis fínt.

Ég hyggst vera með viðveru í Ólafsfirði á föstudögum og hvet þau sem vilja eða þurfa að sækja

einhverjar upplýsingar vegna velferðarsviðsins að kíkja við.


ree

Hugði síðan að verkefninu Heillaspor en fyrirhugaður fundur vegna þess verkefnis með teyminu er á þriðjudaginn í næstu viku.


Skaust svo suður um helgina og hitti nokkra skólafélaga.

Síðan hitti ég Ásgeir bróður og Freyju dóttur hans sem og Jódísi og Davíð og fjölskyldu. Borðuðum saman og áttum góða stund.


Freyja og Esjar
Freyja og Esjar
Jódís Jana og Ásgeir
Jódís Jana og Ásgeir
Kveðjustund. Ég, Ásgeir og Freyja
Kveðjustund. Ég, Ásgeir og Freyja















Helgi að komast hægt og rólega í jólagírinn
Helgi að komast hægt og rólega í jólagírinn

Eftir egg og beikon á sunnudeginum var tilvalið að setja upp jólaseríu á Hlíðarvegi 71. Kíkti svo

aðeins í Túngötuna til Klöru og við settum saman skápa. Bakaði svo vöfflur og gerði heitt súkkulaði handa vinnuþjörkunum Helga og Klöru.


Góð vika að baki og annasöm framundan.

 
 
 

Comments


  • facebook
  • twitter
  • linkedin

©2023 BY BJARKEY OLSEN

bottom of page