top of page

Vikubók sviðsstjórans 20. - 24. október

  • Writer: Bjarkey O Gunnarsdóttir
    Bjarkey O Gunnarsdóttir
  • 2 days ago
  • 3 min read

ree

Þessi vika hófst á haustfundi Grunns, sem er félag fræðslustjóra og stjórnenda á skólaskrifstofum, sem er annar af þeim hatti sem ég ber í mínu starfi.


Fyrsta erindið bar yfirskriftina „Geðheilbrigðir stjórnendur“ og var afar áhrifamikið og hvetjandi. Næsta erindi var um það „Að vinna í auga stormsins – Hvernig er ég að takast á við óvissu og krísur?“ Þar var m.a. komið inná þá óvissu sem oft fylgir starfinu dagsdaglega og hvernig við erum að bregðast við. Margir punktar þarna sem ég gat samsamað mig við í gegnum tíðina.


Eftir hádegi voru svo málstofur þar sem við ræddum í hópum málefni leik- og grunnskóla og skiluðum af okkur hugleiðingum hópsins. Alltaf mjög gagnlegt að spegla sig í samtali við fólk sem er að takast á við svipaðar aðstæður og maður sjálfur. Deginum lauk svo með aðalfundi Grunns og var ég þar kosin í stjórn og hlakka mikið til samstarfsins.


ree

Á þriðjudaginn funduðum við Helga með samstarfskonum okkar í Þingeyjarsveit vegna sameiginlegs verkefnis sem við erum að vinna að. Að honum loknum var mánaðarlegi fundurinn með Grunni, Sambandinu, fulltrúum mennta- og barnamálaráðuneytisins og Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu.


Þar var m.a. farið yfir úthlutunarlíkön leik- og grunnskóla og gerð grein fyrir niðurstöðu á því verklagi og verkfærum sem sveitarfélög eru að nota í dag við úthlutun og ráðstöfun fjármuna í þessa málaflokka. Það var einnig rætt hvort áhugi væri á því að Sambandið beitt sér fyrir því að kanna hvort það líkan sem Reykjavíkurborg væri að nota yrði þróað og aðlagað fyrir önnur sveitarfélög og kostnaðinn við það.


Þá gerði fulltrúi frá MMS (Miðstöð menntunar og skólaþjónustu) grein fyrir gervigreindarverkefni sem miðstöðin er að vinna með. Afar áhugavert eins og flest sem viðkemur gervigreindinni.

Síðan var rætt um innleiðingaráætlun á Nemendagrunni og Matsferli.  


Á miðvikudaginn hitti ég fulltrúa frá Akademias og fór yfir það sem þau eru að bjóða uppá m.a. í því sem kallað er Vinnustaðaskóli og Avia, innra vinnusvæði fyrir sveitarfélög.


ree

Síðan funduðum við í þríeykinu að vanda og að því loknu var fundur á vegum SSNE um framtíð ungmennaráða á svæðinu og hvort áhugi væri á að halda ungmennaþing á vegum SSNE áfram. Við fulltrúar sem sinnum ungmennaráðunum vorum sammála um að það væri mikill áhugi hjá fulltrúm þeirra að halda slíku áfram.


Inn á milli var ég svo að vinna í allskonar málum sem þurfti að klára.


Fimmtudagurinn fór svo í haustfund hjá Velferð sem eru samtök stjórnenda í velferðarþjónustu.

Fundurinn byrjaði á ávarpi bæjarstjórans, Valdimars Víðissonar og svo tók við Guðlaug Ósk Gísladóttir, sviðsstjóri fjölskyldu- og barnamálasvið Hafnarfjarðarbæjar, fór yfir hvað þau eru að gera og þrátt fyrir stærðarmun á sveitarfélögum þá er alltaf eitthvað sem er svipað. Síðan sagði María Ingibjörg okkur af ýmsum tíðindum sem tengjast velferðarmálum hjá Sambandinu.


ree

Þar næst fór Þór Reykdal, frá Mennta- og barnamálaráðuneytinu, yfir næstu skref er varða börn með fjölþættan vanda.


Að því búnu komu þau Ólöf og Funi frá BOS, Barna – og fjölskyldustofu, og sögðu okkur tíðindi af þeim meðferðarúrræðum sem eru í boði og verða í boði fljótlega.


Inga Sæland ávarpaði svo samkomuna og í kjölfarið komu starfsmenn úr ráðuneytinu og fóru yfir stöðuna í verkefninu Gott að eldast og svo það sem ég hlakka til að fá fram sem er  samræmd skráning á gögnum í félagsþjónustunni.  


Þar voru mjög mörg athyglisverð erindi flutt og ég tek með mér mikið nesti og tengsl við fólk sem nýtist áfram í minni vinnu.


Að lokum var svo aðalfundur samtakanna og fengu þau nýtt nafn Velferð – samtök stjórnenda í velferðarþjónustu.


ree
ree















Við fengum svo afar skemmtilega leiðsögn um Byggðasafn Hafnarfjarðar og stutta leiðsögn um gamla bæinn. Mjög skemmtilegt allt saman.



ree

Ég geri eins og magar konur og kvár - vinn til hádegis í dag en læt þá slag standa.


Njótið helgarinnar.

  


 
 
 

Comments


  • facebook
  • twitter
  • linkedin

©2023 BY BJARKEY OLSEN

bottom of page