top of page

Vikubók sviðsstjórans 12. - 17. október

  • Writer: Bjarkey O Gunnarsdóttir
    Bjarkey O Gunnarsdóttir
  • Oct 17
  • 2 min read

Vikan hefur einkennst af dásamlegu haustveðri eins og sjá má á myndunum og sem vonandi léttir allra lund.


Á sunnudaginn var ég með kynningu fyrir félag eldri borgara á Siglufirði í Skálarhlíð um mitt starf og svo áherslu á það sem tilheyrir sérstaklega eldra fólki. Fínn fundur og ágætlega mætt.



ree

Mánudagurinn hófst á mánaðarlegum fundi með bæjarstjóra og skólastjóra þar sem við fórum yfir hin ýmsu mál.


Eftir hádegi fundaði ég svo með Karen, umsjónarmanni Neon, um starfið framundan og ýmis praktísk úrlausnarefni.


Á þriðjudagsmorgun fundaði ég, ásamt Helgu, með teymi vegna verkefnisins Heillaspor sem ég á eftir að segja betur frá síðar. 

Grunnur eru samtök fræðslustjóra og við tókum teams fund í hádeginu. Mánaðalegur fundur fjölmenningardeildar VMST var svo í beinu framhaldi.

Restin af deginum fór svo í að vinna launaáætlun fyrir Hornbrekku með Sunnu. Þá eru launaáætlanirnar nokkuð klárar.



ree

Á miðvikudaginn sinnti ég ýmsum erindum á skrifstofunni og síðan funduðum við þríeykið á okkar hefðbundna tíma og fórum yfir helstu mál félagsmáladeildar.

Ég skaust svo yfir í grunnskólann og fylgdist með starfsmönnum Alþingis kynna fyrir 10. bekkingum Lýðræðislestina/Skólaþing og fannst það mjög skemmtilegt. Hefði gjarnan viljað vera allan tímann en hafði því miður ekki tök á því. Frábært framtak hjá Alþingi.


ree

Ég hitti svo fólk frá Heilsu-og sálfræðiþjónustunni á Akureyri sem var að kynna mér starfsemina sem hefur á að skipa fjölbreyttri flóru sérfræðinga.

Svo þurfti að klára eitt og annað þennan daginn.


Fimmtudagurinn fór í ýmis praktísk mál m.a. undirbúning fyrir fyrsta fund ungmennaráðs ásamt því að fara í gegnum málaflokkana vegna fjárhagsáætlunarvinnunnar sem er í fullum gangi.


Í dag er ég svo á starfsstöðinni í Ólafsfirði og hyggst hafa þann háttinn á að vera með fasta viðveru á föstudögum. Ungmennaráðsfundurinn sem átti að vera féll niður þar sem ólympíuhlaup var hjá grunnskólanemum á fyrirhuguðum fundartíma. Reynum aftur næsta föstudag.


ree

Eins og alla hina dagana þá var vikan skemmtileg og nú ætla ég að skella mér í borgina ásamt mínum kæra.


Svona til gamans þar sem ég hef málefni er varðar heilsueflandi samfélag á minni könnu þá er hér fróðleikur sem vert er að kynna sér.





Gott og einfalt er nýr matarvefur sem gerir hollt mataræði aðgengilegt, einfalt og skemmtilegt fyrir alla – bæði reynda og óreynda í eldhúsinu. En vefurinn gæti átt mikið erindi í heilsueflandi starf embættisins.

Gott og einfalt er samstarf SÍBS og Krabbameinsfélags Íslands, unnið í samvinnu við embætti landlæknis. Verkefnið er rekið án hagnaðarsjónarmiða í þágu almennings.


Á gottogeinfalt.is er að finna:

  • Einfaldar uppskriftir sem taka mið af opinberum ráðleggingum embættis landlæknis um mataræði

  • Fjölbreytta leitarmöguleika, þar sem m.a. má útiloka algenga ofnæmisvalda

  • Vikumatseðla sem hjálpa til við skipulagið

  • Innkaupalista sem uppfærist sjálfkrafa eftir fjölda skammta og er tilbúinn til að deila

  • Skýrar eldunarleiðbeiningar sem henta jafnvel óreyndum í eldhúsinu

  • Fræðslu og ráð um hollustu, sparnað, matarsóun og margt fleira


 Ef þið viljið fylgja þeim á samfélagsmiðlum þá eru hér tenglar.


 
 
 

Comments


  • facebook
  • twitter
  • linkedin

©2023 BY BJARKEY OLSEN

bottom of page