top of page

Veðjum á framtíðina

  • Writer: Bjarkey O Gunnarsdóttir
    Bjarkey O Gunnarsdóttir
  • Apr 27, 2020
  • 2 min read

ree

Áskor­unin sem sam­fé­lagið stendur frammi fyrir er flók­in. Nær algjör óvissa er um ferða­lög milli landa og eng­inn veit hversu langur tími líður þar til við getum ferð­ast erlendis eða fengið gesti til lands­ins. Þar af leið­andi mun verð­mæta­sköpun þessa árs verða hund­ruðum millj­arða minni en hún var á síð­asta ári. Til ýmissa aðgerða hefur verið gripið til að dempa högg­ið.



Fyrstu skref voru að tryggja afkomu fólks, með launum í sótt­kví og með hluta­bóta­leið­inni svoköll­uðu.

Rík­is­sjóður stendur traustur og mun taka á sig gríð­ar­legan halla á þessu ári og verður senni­lega meiri en í banka­hrun­inu fyrir rúmum ára­tug. Seðla­bank­inn hefur lækkað vexti og hóf jafn­framt nýlega kaup á bréfum til þess að halda niðri vaxta­kostn­aði til lengri tíma. Þá hefur verið gripið til fjöl­margra og umfangs­mik­illa aðgerða til að verja launa­fólk í land­inu og verja störf. Þær snúa m.a. að því að rík­is­sjóður ábyrgist lán til fyr­ir­tækja, að upp­fylltum ýmsum skil­yrðum s.s., að fyr­ir­tækin séu skráð á Íslandi en ekki í skatta­skjól­um, greiði sér ekki arð á láns­tím­anum og fleira. Enda þó að mik­il­vægt sé að aðgerð­irnar séu almennar þá verða þær einnig að vera hnit­mið­að­ar. 


Aðgerðir stjórn­valda hafa miðað að því að grípa til varna fyrir fólk með félags­legum úrræðum sem við vitum að þörf er og verður fyr­ir, t.d. með því að styrkja geð­heil­brigðisteymi um land allt, átak gegn heim­il­is­of­beldi, mennt­un­ar­úr­ræði, stuðn­ing við íþrótta­iðkun barna og fleira. Þó er einnig mik­il­vægt að búa til við­spyrnu fyrir hag­kerfið þegar að birta tekur til. 


Krían er komin


Í öðrum aðgerð­ar­pakka rík­is­stjórn­ar­innar er enn meira lagt í nýsköpun hvers­konar sem ég tel afar mik­il­vægt. Það er lyk­il­at­riði að hér verði til störf nú þegar gefið hefur á bát­inn í atvinnu­líf­inu. Þessi störf þurfa að verða til úti um land allt. Við vitum að til þess að standa undir öfl­ugu vel­ferð­ar­kerfi þarf öfl­ugt atvinnu­líf. Þessir tveir þættir næra hvorn ann­an. Hið opin­bera gerir atvinnu­líf­inu kleift að skapa verð­mæti til útflutn­ings. Verð­mæta­sköpun einka­geirans gerir hinu opin­bera kleift að efla vel­ferð­ar­kerf­ið. Þetta sjáum við vel núna á öfl­ugu við­bragði hins opin­bera, heil­brigð­is­kerfis og almanna­varna sem hefur orðið til þess að settar hafa verið minni hömlur á dag­legt líf Íslend­inga heldur en í flestum löndum í kringum okk­ur. Þar hefur skólum verið lokað og útgöngu­bann verið í gildi og fram­fylgt af lög­reglu vikum og mán­uðum sam­an.


Eitt sem skort hefur lengi á Íslandi er nýsköp­un­ar­sjóður sem fjár­festir í fyr­ir­tækj­um. Fyrir þing­inu liggur frum­varp um slíkan sjóð, Kríu. Lagt er til að í hann fari 1300 millj­ónir sem hægt sé að nýta í fjár­fest­ingar á þessu ári. Þá er einnig mik­il­væg sú til­laga að hækka end­ur­greiðslur á rann­sókn­ar- og þró­un­ar­kostn­aði sem einnig er til þess fallin að fjölga hér störfum og auð­velda end­ur­reisn­ina. Með þessu erum við að veðja á fram­tíð­ina – leysum úr læð­ingi sköp­un­ar­kraft til að skapa enn frek­ari verð­mæt­i. 


Rann­sóknir á vegum Nor­ræna ráð­herra­ráðs­ins sýna að á eftir heilsu og tekju­ó­jöfn­uði er það atvinnu­leysi sem mestri óham­ingju veldur hjá ein­stak­ling­um. Nú slær atvinnu­leysi öll met og mik­il­vægt að við náum að spyrna við fótum sem fyrst. Það gerum við með því að styðja við það sem fyrir er og byggir á traustum grunni en einnig með öfl­ugum nýsköp­un­ara­stuðn­ingi og horfum til fram­tíð­ar. Fjöl­breytni í störfum út um allt land er það sem við þurfum til að kom­ast á réttan kjöl aft­ur. 


Birtist í Kjarnanum 27. apríl

 
 
 

Comments


  • facebook
  • twitter
  • linkedin

©2023 BY BJARKEY OLSEN

bottom of page