top of page

Tvær vikur eru það núna 24. nóvember - 7. desember

  • Writer: Bjarkey O Gunnarsdóttir
    Bjarkey O Gunnarsdóttir
  • 14 hours ago
  • 2 min read

Vikan hófst á því að svara tölvupósti, fara yfir skipulag vikunnar, örfundur með fulltrúum barnaverndarþjónustu Akureyrar og svo fundur með Karen um dagskrána framundan í Neon.

Gruflað í gögnum um heilsueflandi samfélag.

Fékk beiðni um að taka þátt í starfshópi LEB um öldungaráð sem ég varð við og hlakka til samstarfsins.


Þriðjudagurinn hófst á því að lesa og klára undirbúning fyrir fund í stýrihópnum um heilsueflandi Fjallabyggð.

Fór svo yfir áhugaverð gögn sem ég hyggst leggja fyrir ungmennaráð þegar það kemur næst saman.

Að því búnu var komið að mjög áhugaverðum fundi með Mennta- og barnamálaráðuneytinu um niðurstöður TALIS sem er könnun á niðurstöðum TALIS - stærstu alþjóðlegu rannsóknar á kennurum, skólastjórnendum og kennsluháttum. 

Fulltrúar ráðuneytisins munu fara yfir helstu niðurstöður rannsóknarinnar. 

Byrjaði svo að glugga betur í skýrslu frá vorfundi Grunns sem fer yfir stöðu skóla- og fræðsluskrifstofa, innleiðingu farsældarlaganna, nýtingu gagna í skólastarfi og stöðu leikskólans.


Miðvikudagurinn hófst á því að undirbúa fræðslunefndarfund sem verður í byrjun desember. Alltaf að læra á kerfin 😉

Svo tók við samþykktarferli launa og því næst ræddum við Hjörtur ýmis mál er varða skipulag félags-og fræðsluþjónustuna.

Í framhaldinu las ég svo ýmis gögn er varða skipulag fræðslu- og farsældarmála.


Fimmtudagurinn hófst á fundi vegna skólamála.

Svo kom Ólöf Þóra til okkar og við fórum yfir ýmis mál er varða Sambýlið. Í framhaldinu vann ég aðeins í þeim málum. Vann svo áfram í skóla- og félagsmálum.

Við Hjörtur áttum síðan fund með Fjólu, yfirlækni heilsugæslunnar og Lilju deildarstjóra hjá HSN um samstarf og samvinnu sveitarfélagsins og HSN.


ree

Horft yfir Dresden
Horft yfir Dresden

Á föstudaginn fórum við Helgi svo til Dresden og áttum þar góða helgi á fallegum jólamörkuðum.


Þessi fyrsta vika í desember hefur verið full af allskonar verkefnum – skemmtilegum og eigum við að segja öðrum meira krefjandi.


ree

ree

Á þriðjudeginum funduðum við Helga með stoðþjónustu grunnskólans og svo hittum við bæjarstjóri Kristínu leikskólastjóra.

Átti svo minn fyrsta fund með stýrihóp um heilsueflandi samfélag sem var gott að ná fyrir jólin.




Við Helga fórum svo yfir allskonar er varðar skóla og félagsmál enda ýmsar breytingar í farvatninu.

ree
ree

Fór svo á jólakvöld Slysavarnarfélagsins um kvöldið sem var alveg frábært að vanda.


Þríeykið fundaði að vanda á miðvikudagsmorgun og svo var fyrsti fundur í Farsældarráði Norðurlands eftir hádegi og var ég kosin varaformaður.

Jólakvöld Slysó
Jólakvöld Slysó

Fimmtudagurinn hófst á Heillaspora fundi með þeim stöllum í Þingeyjarsveit.

Lagði svo lokahönd á undirbúning vegna fundar fræðslu- og frístundanefndar.



ree

Vinnuvikunni lauk ég í Ólafsfirði að vanda og fundaði m.a. ásamt bæjarstjóra með forstjóra HSN og framkvæmdastjóra fjármála vegna Hornbrekku.

Því næst var stjórnarfundur í Grunni félagi fræðslustjóra.

Í lok dagsins flutti ég hugvekju þegar tendrað var á jólatrénu okkar og Jólakvöldið hófst formlega sem var að vanda alveg frábært.


Við Klara Mist drifum okkur á Akureyri á laugardeginum og kíktum í búðir, hlustuðum á jólasöng á Ráðhústorginu og áttum notalegan dag saman.



Kirkjukór Fjallabyggðar
Kirkjukór Fjallabyggðar
ree

Sunnudaginn nýtti ég í að gera sviðasultu sem er ómissandi á jólum hjá okkur í H-71. Fór svo á frábæra jólatónleika kirkjukólsins í Ólafsfjarðarkirkju.


Flestar myndirnar þessa dagana koma úr ferð okkar Helga til Dresden í Þýskalandi eins og sjá má.

 
 
 

Comments


  • facebook
  • twitter
  • linkedin

©2023 BY BJARKEY OLSEN

bottom of page