top of page

Tökum varfærin skref og höfum úthald

  • Writer: Bjarkey O Gunnarsdóttir
    Bjarkey O Gunnarsdóttir
  • Apr 21, 2020
  • 2 min read

ree

Eins og flestum er væntanlega kunnugt kynnti ríkisstjórnin í dag enn frekari viðbrögð við ástandinu vegna Covid 19. Í þessum pakka er ætlunin að bæta í varnir fyrir almenning og fyrirtæki sem og að leggja enn frekari grunn að viðspyrnu. 


Eins og talað hefur verið nær stanslaust um frá því að fyrsti pakkinn var kynntur breytast aðstæðurnar hratt. Þó að íslenska heilbrigðiskerfið og almannavarnir hafi unnið algjört þrekvirki í að fletja kúrvuna niður þá líta efnahagsmálin ekki vel út. Það blasir við að verðmætasköpun Íslands á þessu ári mun verða hundruðum milljarða lakari en hún var í fyrra. Það högg er verið að dempa með fjölbreyttum úrræðum. Til dæmis með því  að fjölga störfum fyrir námsmenn, aðstoða eigendur fyrirtækja sem urðu að loka vegna samkomubanns, eins og t.d. hársnyrtistofum, og að bjóða litlum fyrirtækjum upp á hagstæð lán úr ríkissjóði, uppfylli þau ákveðin skilyrði. Við búum að því að ríkissjóður stendur sterkt og getur því skuldsett sig til að milda áfallið. 


Í fyrri aðgerðum voru stigin mikilvæg skref til þess að mæta aðstæðunum, að verja afkomu heimilanna, hlutabætur til að hjálpa fólki og fyrirtækjum að halda ráðningarsambandi, brúarlán og svo var aukið verulega við opinberar fjárfestingar. Í dag erum við að horfa til minni fyrirtækja sérstaklega og þeirra atvinnustarfsemi sem varð að loka vegna herts samkomubanns.


Þá eru mjög mikilvægar aðgerðir á hinu félagslega sviði. Þannig er til dæmis forgangsraðað í þágu geðheilbrigðismála, barna og námsmanna, aðgerðir fyrir fólk. 

En þó að áföll á borð við Covid19 séu ófyrirsjáanleg þá er það ekki ófyrirsjáanlegt að það verði áföll. Þess vegna er svo mikilvægt að skjóta fleiri stoðum undir efnahaginn. Það gerum við með því að hlúa að nýsköpun og með því að styrkja innviði. Við vitum ekki hversu lengi alþjóðleg ferðaþjónusta verður lömuð, það er háð því hvort alþjóðasamfélaginu tekst að ná stjórn á útbreiðslu Covid19. En það er gott að mínu mati að fara svipaða leið og þríeykið og láta ákveðinn tíma líða á milli aðgerða til sjá hvernig til tekst og bregðast svo við enn frekar ef þörf er á. 


Við þurfum að auka fjölbreytnina og veðjum á nýsköpun.

 
 
 

Comments


  • facebook
  • twitter
  • linkedin

©2023 BY BJARKEY OLSEN

bottom of page