St. John Pied de Port to Roncesvalles
- Bjarkey O Gunnarsdóttir

- Apr 27
- 1 min read
Vaknaði klukkan 6:15 og hélt af stað í göngu dagsins um kl. 7. Veðrið ágætt og ég bjartsýn á að þetta yrði nú bara frábær göngudagur. Pýreníafjöllin framundan og ég hlakkaði til þess að sjá þetta stórkostlega útsýni.
Ég var tvo tíma upp í Orisson sem er eina stoppið á 25 km. leið. Það var þoka og ljóst að líklega yrði þetta ekki þurr dagur.
Fékk mér langloku með skinku og osti og ferskan appelsínusafa. Piss og svo haldið af stað.
Það byrjaði að rigna um það leiti sem ég lagði af stað og skyggnið var 1-2 metrar. Ég spændi þetta upp og gekk af mér flest fólk. Síðustu 5 km. voru alveg ferlegir. Drulla, hált og niður á við eðli máls samkvæmt eftir alla uppgönguna.
Ég - annálaður hrakfallabálkur- datt þó ekki í drullufeninu og komst þetta klakklaust. Rennandi blaut í fæturnar síðustu 10 km. en það er eins og það er.
Það var óneitanlega gott að sjá húsin í Roncesvalles og ég fljót að finna gistinguna enda búa hér um 30 manns. Ég mest hissa á að það séu ekki fleiri sem eru að þjónusta alla þessa pílagríma - þarf að kanna þetta betur.
Fór svo í pílagrímamessu og fannst
það alveg mögnuð upplifun.
Annars var gangan ekki svo erfið nema síðustu 5 km. sökum bleytu.
Er að setja inn videó á youtube bjarkeyolsen hvet ykkur til að kíkja þangað.
Á morgun held ég til Zubiri.












Comments