top of page

Dagar 7-8

  • Writer: Bjarkey O Gunnarsdóttir
    Bjarkey O Gunnarsdóttir
  • May 12
  • 1 min read


ree

Frá Torres del Rio til Logrono.

Gekk í dag í ágætis veðri með Len.

Gönguleiðin er mikið upp og niður. Mjög áhugavert að ganga í gegnum þessi litlu þorp. Stoppuðum í fallegum bæ Viana og fengum okkur snarl.


ree

Í Logrono eru um 150 þúsund íbúar og hún er mjög falleg. Ég var samt mjög lúin í fótunum og fór því ekki mikið um en þó aðeins. Kíkti við í kirkjunni Santa Maria de la Redonda og kíkti líka í gamla bæinn.


ree

Næsta dag gekk ég til Nájera um 29.km.

Mjög þægileg gönguleið í dag en kannski ekki skemmtileg þar sem gengið var að hluta meðfram þjóðveginum og útsýnið voru vínerkrur enda erum við í La Rioja héraðinu.

Kíktum við í messu í Navarette og tók því engar myndir þar.

Kynntist Slóvena að nafni Úros sem hafði miklar skoðanir á lífinu og tilverunni. Hann var hermaður en starfar núna sem sjúkraflutningamaður á veturna og gengur á sumrin.


ree

Hitti Len aftur og við gengum áfram saman. Á vegi mínum varð líka Hollendingur sem er búinn að ganga heil ósköp að heima og ætlar að klára í Santiago, vera um það bil 100 daga á ferð. Mary frá Ástralíu borðaði svo með okkur.

Sluppum við rigningu sem spáð hefur verið undanfarna dag sem er mjög gott.

 
 
 

Comments


  • facebook
  • twitter
  • linkedin

©2023 BY BJARKEY OLSEN

bottom of page