top of page

Dagar 2-6

  • Writer: Bjarkey O Gunnarsdóttir
    Bjarkey O Gunnarsdóttir
  • May 2
  • 1 min read

ree

Frá Roncenvalles til Zubiri var sannarlega krefjandi ganga. Bæði hart og erfitt undirlag og svakanlega mikið niður og niður.

Þegar ég kom til Zubiri var allt rafmagnslaust og því nánast allt lokað. Slátrarinn var með opið og þar keypti fólk skinku og ost eins og enginn væri morgundagurinn enda flest svöng eftir gönguna.


ree

Ég ráfaði um einn kílómeter og fann stað sem var opinn og eldaði á gasi. Máltíðin sú einfaldasta sem ég hef fengið á veitingastað.


ree

Frá Zubiri lá leiðin til Pamplona og var skemmtileg og í góðu veðri. Áfram talsvert erfitt undirlag, malbik og stórgrýti að mestu. Ekki laust við að bakpokinn tæki aðeins í.


ree

Ég ráfaði heilmikið um Pamplona og bætti 9 km. við daginn sem var þó alveg nógu langur.

Hitti norska konu sem gisti á sama stað og ég í Zubiri og við fengum okkur að borða saman.


ree

Pamplona til Estrella var næsti leggur og var hann líka genginn í góðu veðri og gaman að hitta ferðafélaga og sitja og spjalla í stoppum. Mikið af Áströlum á ferðinni sem og Spánverjum, Frökkum og Ítölum.


ree

Estrella til Torres del Rei var genginn í dag. Fyrstu 10 km. í góðu veðri en köld golan. Næstu 19 km. í hellirigningu, þrumum og alvöru eldingum. Ég gekk með Len 75 ára lögfræðingi frá Ástralíu. Við höfum hist og rætt saman reglulega á þessum dögum sem búnir eru. Við héldum að við myndum rigna niður síðustu 4 km. slíkt var úrhellið. En við komumst á áfangastað og nú hefur birt til og hætt að rigna.

Fyrir meira myndefni þá er það á youtube. Bjarkey Olsen ;-)


 
 
 

Comments


  • facebook
  • twitter
  • linkedin

©2023 BY BJARKEY OLSEN

bottom of page