top of page

Að standa skil á því sem manni ber í sameiginlega sjóði

  • Writer: Bjarkey O Gunnarsdóttir
    Bjarkey O Gunnarsdóttir
  • Oct 9, 2022
  • 1 min read

ree

Ég lagði fram frumvarp ásamt félögum mínum í þingflokki VG um að þeir sem hafa umsjón og umsýslu með fjárfestingum í eigin félagi eða félögum þurfi að reikna sér endurgjald. Þessi félög hafa stundum verið kölluð óvirk í skattalegu tilliti þar sem þau skila hvorki tekjuskatti né tryggingargjaldi. Þetta getur átt við um umsjón og umsýslu á vegum lögaðila vegna eignarhalds á fasteignum, eignarhluta í öðrum félögum og um sölu og kaup hlutabréfa.


Hér má gera ráð fyrir að um talsverðar fjárhæðir sé að ræða og því til mikils að vinna fyrir ríkissjóð.


Þær eru ýmsar undankomuleiðirnar sem fólk finnur til að sleppa við skattgreiðslur. Þetta er tilraun til að stoppa í eina af þeim.


Kjarninn fer ágætlega yfir þetta hér.


Málið sjálft má svo finna á vef Alþingis.

 
 
 

Comments


  • facebook
  • twitter
  • linkedin

©2023 BY BJARKEY OLSEN

bottom of page