top of page

Framtíð afkomenda okkar

  • Writer: Bjarkey O Gunnarsdóttir
    Bjarkey O Gunnarsdóttir
  • Mar 20, 2019
  • 1 min read

Fréttablaðið/Anton

Virðulegur forseti.

Oft virðist sem vandamál heimsins séu svo stór og óyfirstíganleg að við sem einstaklingar skiptum engu máli. Loftslagsvandinn er þó ekki þess eðlis. Þar skiptum við nefnilega öll máli.

Hvort sem það er að leggja bílnum og taka strætó á gráum dögum þegar svifryksmengun er yfir heilsuverndarmörkum, að flokkar rusl, breyta neyslumynstri í fatakaupum, að huga að kolefnisfótspori matvæla eða minnka plastnotkun, allt skiptir þetta máli.

En ábyrgðin er ekki öll hjá einstaklingum. Hún er líka hjá okkur stjórnvöldum, hjá stofnunum, sveitarfélögum og fyrirtækjum.

Þættir Ríkisútvarpsins um stöðu loftslagsmála og verkföll ungmenna um allan heim að fyrirmynd hinnar sænsku Gretu Thunberg hafa blásið miklu lífi í umræðu um loftslagsmál síðustu misseri. Raunar er það svo að umhverfismál, og þá sérstaklega loftslagsvandinn, eru fólki mjög ofarlega í huga og því ber að sjálfsögðu að fagna. Við breytum nefnilega engu ef við sópum vandamálunum undir teppi. Þetta veit unga fólkið okkar sem safnast saman hér fyrir utan í hverri viku og kallar okkur stjórnvöld til ábyrgðar.

Það er skiljanlegt að fólk fyllist loftslagskvíða þegar allar staðreyndir loftslagsvandans eru settar fram í einu. Þá er aðeins eitt til ráða og það er að bregðast við. Það verðum við að gera og það getum við gert sem sitjum á þingi með því að hafa umhverfismál ávallt að leiðarljósi í allri vinnu okkar hér. Það hef ég reynt að gera og ætla að temja mér áfram og skora á alla þingmenn að gera slíkt hið sama.

 
 
 

Comments


  • facebook
  • twitter
  • linkedin

©2023 BY BJARKEY OLSEN

bottom of page