top of page

Kosningar

  • Writer: Bjarkey O Gunnarsdóttir
    Bjarkey O Gunnarsdóttir
  • May 25, 2018
  • 1 min read

Á morgun göngum við til kosninga. Það er mikilvægur réttur sem ekki er sjálfsagður – að geta kosið og haft áhrif á hvernig samfélag við viljum byggja.

Það er ekki sjálfsagt að fólk gefi kost á sér til starfa í sveitarstjórnum. Við í Fjallabyggð erum þeirrar gæfu aðnjótandi að þrír listar eru í boði og þar með 42 einstaklingar sem gefa kost á sér til starfans. Við eigum að fagna því að fólk gefur kost á sér og berst fyrir hugsjónum sínum um leið og við tökumst á um málefnin.

Eðlilegt er að fólki greini á um áherslur og leiðir en ég tel okkur hafa val um úrvals fólk sem hefur hugsjónir og hagsæld Fjallabyggðar í fyrirrúmi.

Það er mikilvægt að hafa trú á sveitarfélaginu sínu og þeim sem þar starfa.

Með hjartað að leiðarljósi þá kjósum við öll rétt.

Gleðilegan kosningardag.

 
 
 

Comments


  • facebook
  • twitter
  • linkedin

©2023 BY BJARKEY OLSEN

bottom of page